Um

Hönnunarstofan Kyrrð Interiors var stofnuð í byrjun október 2024 og hefur síðan þá tekið að sér fjölbreytt verkefni, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Tanja Dís Magnúsdóttir, eigandi Kyrrð Interiors, útskrifaðist með BA gráðu í innanhúsarkitektúr sumarið 2024, eftir þriggja ára nám í Berlín, með góðum árangri.

 

"Ég fékk góða innsýn í starfið árið 2023 þegar ég var í starfsnámi hjá þekktri arkitektarstofu hérlendis. Síðan árið 2021 hef ég verið að vinna fyrir Hafnarfjarðarbæ og ásamt því býð ég uppá vandaða og hlýlega innanhússhönnun, innanhússstíliseringu og ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja." 

 

Hlakka til að hefja hönnunarferlið með þér!

 

"Frá því að ég man eftir mér hef ég verið að endurraða, hanna og teikna upp rými og byggingar, leiðin stefndi því snemma að hönnunarnámi. Ég tek að mér allskyns verkefni á sviði innanhússhönnunar, með það að markmiði að skapa lausnir að heildrænu rýmisskipulagi. Með vandaðri lýsingu, hljóðvist, efna/litavali, tengslum við umhverfið, innréttingum, húsgögnum og öllu því sem gerir okkur kleift að nýta vel og njóta þeirra rýma sem við notum hvað mest."